Jákvæður agi

lausnahringurSkipulagsdaginn 22. mars 2019 fengum við til okkar Ágúst Jakobsson sem er skólastjóri Hörðuvallaskóla og einn af frumkvöðlum innleiðingar á Jákvæðum aga (Positive discipline) á Íslandi.

Við fengum heilan dag í kynningu á efnistökum, fengum að reyna okkur í alls konar mismunandi verkefnum og fórum yfir þau málefni sem þurfa að liggja til grundvallar því að innleiða agastefnuna. 

Áður hafði hluti starfsmanna farið á þriggja daga námskeið á Laugabakka til að leggja grunn að þessu mikilvæga verkefni okkar.