Starfsmannahópurinn í Brákarborg hefur tekið þátt í og staðið fyrir þróunarverkefnum af ýmsu tagi.
Undirflokkar
Gildi í leikskólastarfi 0
Við í Brákarborg erum þátttakendur í þróunarverkefni sem hefur það að markmiði að auka
skilning á þeim þætti leikskólans að þróa, kenna og hlúa að ákveðnum lífsgildum.
Þróunarverkefnið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna
(RannUng) og Ægisborgar. Verkefnið er hluti af norrænni rannsókn þar sem
leikskólakennarar og rannsakendur frá öllum norðurlöndunum eru þátttakendur. Rannsóknin
fékk styrk frá Nord Forsk. Þátttakendur í verkefninu eru Jóhanna Einarsdóttir og Hrönn
Pálmadóttir frá RannUng, tveir doktorsnemar í leikskólafræðum, þær Johanna Ann-Louise og
Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, kennarar í Ægisborg og kennarar í Brákarborg.
Starfendarannsóknir eru notaðar við verkefnið og nýttum við þær til að kortleggja þau gildi
sem í forgrunni eru hjá okkur og hvernig þau eru sett fram. Gildin sem við völdum okkur í
þeirri vinnu eru AGI, VIRÐING og UMHYGGJA. Höfum við með markvissum skráningum á
starfi okkar farið í breytingarferli og erum ennþá að vinna í því ferli.
Þann 14. ágúst kynntum við okkar hluta verkefnisins á norrænni ráðstefnu sem bar
yfirskriftina „Future Teachers – A Profession at Crossroads" og munum við einnig verða með
kynningu á verkefninu á Menntakviku, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þann 3. október
næstkomandi.