Hagnýtar upplýsingar - Veikindi

Article Index

Veikindi

Leikskólinn er ætlaður frískum börnum og ætlast er til að þau taki þátt í starfi leikskólans úti sem inni. Ekki er boðið upp á inniveru til þess að fyrirbyggja veikindi en börnin geta verið inni í 1 dag eftir veikindi. Í leikskóla er alltaf meiri hætta á smiti og útbreiðslu algengra umgangssjúkdóma. Ef barn veikist og fær hita, þarf það að dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í 1-2 sólarhringa. Fái barn smitandi sjúkdóm verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá. Þetta er nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og sjálfsögð tillitsemi við önnur börn.