Hagnýtar upplýsingar - Frídagar

Article Index

Frídagar

Leikskólinn lokar 6 daga á ári vegna samstarfsdaga starfsfólks.

Samþykkt var á fundi leikskólaráðs Reykjavíkurborgar að framvegis verði skipulagsdagar í leikskólum Reykjavíkurborgar sex talsins í stað fimm. Með slíkri ráðstöfun fækkar starfsmannafundum leikskóla utan hefðbundins vinnutíma. Þrír skipulagsdagar verði á sama tíma og starfsdagar starfsfólks eða frídagar nemenda í grunnskólum en með sameiginlegum starfsdögum í skólahverfum gefst aukið svigrúm til samstarfs og samvinnu í anda nýrra laga um leik- og grunnskóla.

Getur þetta skipst niður á bæði heila og hálfa daga.