Hagnýtar upplýsingar

Article Index

Hér til hliðar má sjá ýmsar hagnýtar upplýsingar


Aðlögun milli deilda

Aðlögun á milli deilda í leikskólanum er unnin í samvinnu milli deilda í samráði við foreldra. Reynt er að hafa nokkur börn saman í aðlögun í einu.

 

Hver má sækja?

Foreldrar þurfa að gefa upp hver má sækja barn þeirra í leikskólann. Ef breytingar eru þar á þarf að tilkynna leikskólanum það sérstaklega. Leikskólinn miðar við það að börn séu orðin 12 ára til að sækja börn í leikskólann.


Leikskólagjöld

Leikskólagjöld eru innheimt fyrirfram og er eindagi 30 dögum eftir gjalddaga.  Boðgreiðsusamningar Visa og Euro eru innheimtir eftir á.  Hafi leikskólagjald ekki verið greitt á eindaga leggjast á dráttarvextir og vanskilagjald.  Hafi ekki verið greitt innan 50 daga frá gjalddaga er krafan send innheimtuþjónustu Intrum til innheimtu.


Þagnarskylda

Allir starfsmenn leikskólans eru bundnir þagnarskyldu varðandi vinnu sína í leikskólanum. Á þagnarskyldan við um málefni barna, foreldra eða annarra starfsmanna leikskólans.


Frídagar

Leikskólinn lokar 6 daga á ári vegna samstarfsdaga starfsfólks.

Samþykkt var á fundi leikskólaráðs Reykjavíkurborgar að framvegis verði skipulagsdagar í leikskólum Reykjavíkurborgar sex talsins í stað fimm. Með slíkri ráðstöfun fækkar starfsmannafundum leikskóla utan hefðbundins vinnutíma. Þrír skipulagsdagar verði á sama tíma og starfsdagar starfsfólks eða frídagar nemenda í grunnskólum en með sameiginlegum starfsdögum í skólahverfum gefst aukið svigrúm til samstarfs og samvinnu í anda nýrra laga um leik- og grunnskóla.

Getur þetta skipst niður á bæði heila og hálfa daga.


Veikindi

Leikskólinn er ætlaður frískum börnum og ætlast er til að þau taki þátt í starfi leikskólans úti sem inni. Ekki er boðið upp á inniveru til þess að fyrirbyggja veikindi en börnin geta verið inni í 1 dag eftir veikindi. Í leikskóla er alltaf meiri hætta á smiti og útbreiðslu algengra umgangssjúkdóma. Ef barn veikist og fær hita, þarf það að dvelja heima þar til það hefur verið hitalaust í 1-2 sólarhringa. Fái barn smitandi sjúkdóm verður það að dvelja heima þar til smithætta er liðin hjá. Þetta er nauðsynleg ráðstöfun til að forðast útbreiðslu sjúkdóma í leikskólanum og sjálfsögð tillitsemi við önnur börn.


Lyf

Mörg börn þurfa af einhverjum ástæðum á lyfjum að halda, tímabundið eða að staðaldri. Meginreglan er sú að börnin taki inn lyf heima, en leikskólinn þarf að vera viðbúinn því að gefa undanþágur.


Fjarvistir

Foreldrar eru beðnir um að tilkynna allar fjarvistir barnsins, t.d. vegna veikinda eða fría. Annað hvort með því að hringja í okkur í síma 411 3120 eða í tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Símanúmer

Mjög mikilvægt er að foreldrar láti vita ef breyting verður á símanúmerum hjá, hvort heldur sem er heima- vinnu eða farsími þannig að öruggt sé að alltaf sé hægt að ná í þá. Einnig er nauðsynlegt að vita ef netföngin breytast.


Sumarfrí

Foreldrum leikskólabarna ber að taka sumarfrí í 4 vikur.

Um börn sem flytjast frá dagforeldri/einkareknum leikskóla yfir til leikskóla  eftir 1. maí gilda sömu reglur – þeim ber að taka fjögurra vikna samfellt sumarfrí. Börn sem byrja í leikskóla eftir 1. maí og hafa ekki verið í vistun annars staðar hafa val um hvort þau taki sumarfrí. Börn sem byrja fyrir 1. maí taka 4 vikur í sumarfrí.


Afmælisdagar

Börnin halda upp á afmælið sitt í leikskólanum. Þau mega koma með ávexti og/eða grænmeti til að bjóða börnunum á sinni deild.