Gullkorn barnanna

Oft koma dásamleg gullkorn frá börnunum, hér eru nokkur:
 • Drengur: „Tönninn mín er alveg pikklaus, sjáðu bara hún er alveg að detta.“ 
 • Við matarborðið segir er ein stúlka að fá sér salat og þá segir hún: „Ég verð að borða salat eins og Solla stirða, því ég er alvöru Solla stirða.“
 • Stúlka: „Ég var að fara í sund rétt hjá World Class, pabbi minn býr í World Class svo ég fór bara í sund þar.“
 • Í lok hvíldarinnar er stúlka beðin um að koma fram og klæða sig. Þá segir hún: „Nei ég er ennþá þreytt maginn minn vill hlusta meira.“
 • Í kubbunum er stúlka búin að raða trékörlunum svoleiðis að allir liggja. Kennarinn spyr: „Hvað eru mennirnir að gera?“ Stúlkan: „Þeir eru að sofa . Þeir sofa í plastpokum.“
 • Í fataherberginu er drengur að klæða sig. Kennarinn spyr hann hvort hann þurfi aðstoð. Drengurinn svarar: „Nei ég er að aðstoða mig.“
 • Deildin er að koma úr göngutúr og í fataherberginu segir ein stelpan: „Þetta var sannarlega gaman.“
 • Í ávaxtarstund biður ein stúlkan kennarann að bretta niður, því það fer sól í augun á henni (á við að draga niður gardínurnar).
 • Nokkrir kubbar eru eftir í lok dagsins. Kennarinn segir við eina stelpu: „Getur þú gert mér greiða.“ Stelpan: „Nei ég er ekki með greiðu á mér.“
 • Eitt barn er að skola mjólkurfernur og fær eina í viðbót til að skola. „Á ég líka að vaska hana upp?“ spyr barnið.
 • Í matartímanum segir eitt barnið: „Guð er dáinn þess vegna getur hann ekki borðað.“
 • Drengur: „Ég ræð ekki hér, kennararnir ráða hér, ég ræð bara mömmu og pabba.“
 • Stúlka: „Kennari ég var dugleg að ganga til.“ (Meinar að ganga frá).
 • Barn í útiverunni: „krakkarnir fóru af mér.“ (Meinar að krakkarnir fóru á undan mér).
 • Drengurinn segir við kennarann í útiverunni: „Hann er með húfuna á hvolfi og bendir á annan dreng.“ Sá er með húfuna á röngunni.
 • Stúlka: „Pabbi minn átti afmæli í útilegunni og varð 3 og ½ árs.“
 • Sólin er lágt á lofti. Eitt barnið bendir út um gluggann og segir: „Sólin er að leggjast.“
 • Stúlka: „Er krummi á þessari hendi?“ Hún er að klæða sig í vettlinga og hann er á röngunni.
 • Stúlka: „Einu sinni vorum mamma og ég að vinna í þessum leikskóla, þá var ég í maganum á henni og var að synda þar.“
 • Í matartímanum spyr eitt barnið: „Má ég fá svona horn af brauði?“ og meinar enda af brauðinu.
 • Kennarinn er að lesa Guttavísu fyrir eitt barnið. Í textanum segir „mælir oft á dag“ þ.e.a.s. mamma hans Gutta. Þá spyr barnið: „Í rassinn?“
 • Í matartímanum segist einn karlkynskennarinn einu sinn hafa verð með sítt hár. Ein stúlkan spyr: „Varstu þá stelpa?“
 • Slökkviliðsmaður er í heimsókn að kanna brunavarnir í húsinu. Einn drengurinn segir við hann: „Þarna er brunahaninn en hvar er brunahænan?“
 • Rétt fyrir matinn segir eitt barnið: „Maginn minn er brálægður og segir grrgrrgrr, hann er svangur.“