Nú er aðlögun í fullum gangi hjá okkur hér í Brákarborg og gengur bara vel. Anna Kristín sérkennslustjóri var að koma úr fæðingarorlofi í dag og við erum mjög glöð að vera búin að fá hana aftur eftir eins árs fjarveru. María leikskólakennari sem var að vinna hér hjá okkur einu sinni er búin að ráða sig hér í tímavinnu í vetur með námi. Hún verður hér hjá okkur eftir hádegi á miðvikudögum og svo alla fimmtudaga. Inga Bryndís byrjar sitt seinasta á í þroskaþjálfafræðum í næsu viku en ætlar einnig að vinna hér hjá okkur í tímavinnu í vetur. Hún verður hjá okkur á föstudögum. Það er mjög gaman að geta fengið þessar flínku kennara til okkar af og til í vetur. Í morgun byjaði hjá okkur nýr starfsmaður í sérkennslu. Hann heitir Ingvar Orri og er með BS í sálfræði. Hann verður í 100% vinnu og aðallega á Dvergheimum og Álfheimum.
Leikskólinn er lokaður f.h. næsta föstudag þ..e. 4.september vegna starfsdags. Við opnum aftur kl. 12:30