Eldhús

20180823 073545

Eldhúsið er opið frá 08:00-16:00

Matartíminn sér um matinn hjá okkur og er vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Við höfum starfsmann á þeirra vegum á opnunartíma eldhússins.

Morgunverður er frá 08:15 til 09:00 þegar barn á að borða morgunverð í leikskólanum þá þarf það að vera komið í leikskólann ekki seinna en kl. 08:45

Boðið er upp á ávexti og grænmeti með öllum morgunmat og lýsi.

Á hverjum degi fá börnin grænmeti og/eða ávexti! Milli morgun - og hádegismatartíma.

Hádegisverður er í flæði hjá okkur og byrjar kl. 11:20 boðið er upp á hefðbundinn heimilismat sjá matseðil

Síðdegishressing er líka unnin í flæði og byrjar kl. 14:30. Þá er boðið upp á heimabakað brauð, hrökkbrauð, álegg, ávexti, grænmeti, mjólk og vatn auk þess sem stundum er boðið upp á sparibrauð.