Screenshot 20220807 235236 Office

Screenshot 20220807 235253 Office

Screenshot 20220807 235406 Office

Screenshot 20220807 235423 Office

Screenshot 20220807 235310 Office

Screenshot 20220807 235338 Office

Brákarborg flutt

Leikskólabörn í Brákarborg eru mætt í nýjan leikskóla við Kleppsveg.

Lesa ··>


Regnbogavottun Reykjavíkurborgar

Leikskólinn Brákarborg er regnbogavottaður starfsstaður.

 Regnbogahjarta_teiknad

Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. 

Ferlið felur í sér spurningalista um starfsstaðinn; úttekt á rýminu/umhverfinu o.fl. eftir atvikum; fræðslu fyrir allan starfsmannahópinn sem er 4.5 klst í heild; að starfsfólk útbúi aðgerðaráætlun; bækling fyrir starfsfólk; fána, lógó og plakat (þegar starfsstaður öðlast regnbogavottun) og endurgjöf.

Regnbogavottunin byggir á sambærilegum vottunarferlum hjá t.d. Human Rights CampaignStonewall UK og RFSL í Svíþjóð þar sem skilyrði eru sett um að stefnur fyrirtækja nefni hinsegin fólk og að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks eru tryggð. Til þess að bæta starfsumhverfið sem og þjónustuna fyrir hinsegin fólk eru fræðslur (e. sensitivity training) um hinsegin málefni og ríkjandi viðmið í samfélaginu. Einnig er leitað leiða til að gera starfsemina hinseginvænni.

Hér er listi yfir regnbogavottaða starfsstaði. Þar er m.a. að finna Brákarborg. 

Gott er að hafa í huga að árangurinn af regnbogavottuninni hvílir á starfsfólkinu sjálfu, þ.e. það er þeirra verkefni að taka fræðsluna, upplýsingarnar og efnið og tengja það við starfsemi sína til þess að skapa hinseginvænni starfsstað og þjónustu. Allt starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á því að tryggja hinseginvænni starfsstað og þjónustu. Við köllum eftir því að foreldrar í Brákarborg beri þessa ábyrgð með okkur. 

Lesa ··>


Heilsueflandi leikskóli

Mynd1

Brákarborg er heilsueflandi leikskóli og hefur því sett sér heildræna stefnu um heilsueflandi leikskólastarf, ásamt lifandi aðgerðaráætlun, sem reglulega er metin og endurskoðuð af þeim fulltrúum sem koma að henni. Námskrá og starfsáætlun taka mið af stefnunni, ásamt lausnarhringnum og regnbogavottun leikskólans.

Í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 eru heilbrigði og velferð skilgreind sem einn af sex grunnþáttum menntunar sem leikskólar eiga að hafa að leiðarljósi og innleiða í öllu sínu starfi. Heilsueflandi leikskóla á vegum embættis landlæknis er ætlað að styðja leikskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi leikskólans. Heilsueflandi leikskóli leggur sérstaka áherslu á að vinna með átta lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þeir eru: Fjölskylda, geðrækt, hreyfing, mataræði, nærsamfélag, starfsfólk, tannheilsa og öryggi. Stefnan er unnin í samstarfi skólastjórnenda, kennara, starfsfólks, foreldra, barna og nærsamfélagsins því þannig næst bestur stuðningur við málefnið og sameiginlegur skilningur.

 Hnappar2

Lesa ··>


Lausnahringurinn

lausnahringur

Lausnahringurinn varð til í lýðræðislegu samstarfi kennara og barna í leikskólanum Brákarborg árið 2018. Í Lögum um leikskóla frá 2008 (nr. 90/2008) er sagt að lýðræðisleg vinnubrögð sé hægt að kenna í leikskóla, meðal annars með aðkomu barna að skipulagi og mati á starfi leikskólans og með því að efla rétt þeirra til sjálfsákvörðunar með vali á verkefnum. Lýðræði og mannréttindi eru þar að auki einn af sex grunnþáttum í aðalnámskrá leikskóla

Brákarborg hefur innleitt og unnið eftir stefnu um jákvæðan aga sem er heildarskólanálgun þar sem markmiðin eru aukin ábyrgð, virðing og betri hegðun nemenda. Aðferðirnar byggjast meðal annars á leitað sé að lausnum sem börn eða fullorðnir geta notað saman til að leysa vandamál. Börnum er kennt að koma auga á hvert vandamálið er og hvernig hægt sé að leysa það. Mikilvægt er að börn finni lausnina sjálf og séu viljugri til að fylgja þeim lausnum eftir sem ákveðnar hafa verið. Jákvæður agi gerir ráð fyrir reglulegum samverustundum þar sem börn vinna saman í umræðum og leita lausna á ýmsu sem upp kemur í skólanum. Tilurð lausnarhrings Brákarborgar má rekja til þess háttar samverustunda.

Lausnahringurinn hefur fest sig í sessi í Brákarborg. Mikil ánægja er með hann á meðal foreldra, starfsmanna, þáverandi og núverandi barna. Árið 2020 og 2021 tilnefndu samtökin Heimili og skóli Lausnahringinn til foreldraverðlauna samtakanna.

Höfundur Lausnahringsins er Arnrún Magnúsdóttir, leikskólakennari og verkefnastjóri. Haustið 2022 skilaði Dominika Sigmundsson, leikskólakennari og deildarstjóri, lokaverkefni sínu, sem byggðist á starfendarannsókn í þátttöku alls starfsfólks Brákarborgar. Í rannsókninni voru aðferðir lausnahringsins kannaðar af starfsfólki með börnum. Í lokaorðum ritgerðarinnar kemur fram að lausnahringurinn hjálpar til með lýðræðileg vinnubrögð í leikskólastarfi þar sem börn ræða um mál sem varða þau og fullorðnir hlusta á raddir þeirra.

Þann 20. nóv 2022, á degi mannréttinda barna, hélt Arnrún barnaþing í nýjum húsakynnum Brákarborgar, þar sem fimm árgöngum leikskólans var boðið að koma og ræða áhrif lausnahringins á þau. Fjörutíu börn mættu og gátu sagt frá starfi sínu sem Lausnahetjur.

315529389 642494077567479 5073600636154081488 n

Lesa ··>


Viðurkenning í annað sinn

HS LAUSNAHRINGURINNAdda tók við viðurkenningu fyrir LAUSNAHRINGINN í annað sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu, það verður að teljast frábær árangur og erum við afar stolt af þeim árangri og þessu mikilvæga tæki sem við höfum til að kenna börnum að eiga góð og uppbyggileg samskipti og að SETJA MÖRK í samskiptum.

Hópur frábærra verkefna hlutu viðurkenningar og greinilegt að faglegt starf skólanna er á fullu skriði.

Lesa ··>

Skoða fréttasafn