Svanurinn og Blómið

blomid 150Við hvetjum starfsfólk leikskólans, foreldra og alla þá sem hérna koma við að nota SVANS MERKTAR vörur sem hjálpartæki við vöruval. Með því að velja umhverfisvottaðar vörur umfram aðrar tökum við meðvitaða ákvörðun sem hefur áhrif á líf okkar og umhverfi.

Merkið var stofnað á Norðurlöndunum árið 1989. Merkið þýðir ekki að varan sé lífræn en í sumum vöruflokkum, til dæmisvefnaðarvöru er gerð krafa um að varan sé 100% lífræn til að fá Svansmerkið.

Blómið og Svanurinn eru opinber merki Íslands en Umhverfisstofnun fer með umsýslu þeirra. Umhverfismerkisnefnd tekur ákvarðanir um kröfurnar og í henni sitja fulltrúar yfirvalda, neytenda- og umhverfisamtaka, verslun og iðnaði.